30.12.05

Ég vil þakka

fyrir snöfurmannlegar upplýsingar um hvað skal hafa með á fæðingardeild í síðustu kommentaskriðu. Mikil snilld. Gærdagurinn reyndist hreint ekki vera dagur fæðingar, heldur bara magapestar. Svoleiðis er ekki sérlega þægilegt að fá ofan í 38 vikur af óléttu.

Vorum að koma úr verslunarferð einni mikilli, hvar verslað var m.a. kengúrukjet til áramótamatar. Svo er bara spurning hvernig til text með matreiðslu. Svo eru húseigendur að flytja frá okkur og þá fáum við annað herbergi til umráða og að því tilefni ætlum við að fjárfesta í rúmi. Erum búin að máta allt sem til er í bænum, og held við höfum tekið ákvörðun. Verður pantað í upphafi næsta árs.

Og í kvöld er síðasta skipulagða sýning af Jólaævintýri Hugleix (fyrir utan eina, sem verður á þrettándanum). Ég reikna nú síður með því að mæta... en langar samt ógurlega... Rannsóknarskip er búinn að bjóðast til að bera mig... þannig að maður veit aldrei.

2 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Ég ætla að koma á sýninguna! Það væri nú gaman að fá að sjá á þér bumbuna í síðasta sinn :-)

Sigga Lára sagði...

Og það var ekkert smá gaman að sjá þig! Það nátttúrulega bara gengur ekki hvað það gerist sjaldan, samt. Verðum að gera einhverjar umbætur á næsta ári. (Eins og við ákveðum á hverju ári ;-)