11.12.05

Legsúrnun

Er orð daxins. Heiðurinn af því á hann Bibbi í kommenti við síðustu færslu. Þetta er svo dásamlega viðbjóðslegt orð að það er mesta furða að uppfinningamenn íslenskra læknaorða yfir meðgöngukvilla skuli ekki hafa klínt þessu á eitthvað ástand. Hef einmitt mikið furðað mig á því að menn skuli ekki hafa reynt að finna skárri orð yfir ýmislegt sem tengist þessu ástandi.

En, nei. Eins og þetta sé nú ekki alltsaman nógu mikill viðbjóður fyrir, þá þarf þetta alltsaman að heita eitthvað leg-slím-ógeðs-viðbjóður. Og, einmitt, mesta furða að ekki skuli vera til ástand sem heitir Legsúrnun. Það væri svo eftir þeim sem fundu upp orð eins og: Legslímuflakk, slímtappi og grindargliðnun. Og svo ætlar þetta lið í hinu orðinu að fara að messa yfir manni um "kraftaverk nýs lífs" og hvað ha? Og segja það bara næstum í sömu setningu og þeir tala um slím og gliðnanir? Ekki skrítið að illa gangi að selja manni þá rómantík.

En ég kann Bibba miklar þakkir fyrir þetta orð. Gott að kunna allavega eitt ógeðslegt orð sem er ekki sjúkdómsheiti í alvöru. Þeir hafa þá ekki notað þau alveg öll.

5 ummæli:

Sigga Lára sagði...

Júríka! Búin að vera í fýlu við blogger alla helgina, þar sem Blogger vildi ekkert við mig tala. Datt svo loxins niður á það snjallræði að birta bara helminginn af því sem mér lá á hjarta.

Blogger er sumsé kominn í verkfall í langhundum. Það gengur náttlega ekki.

Nafnlaus sagði...

já mér þætti tilhlýðilegt að þú breyttir nú titlinum á blogginu í "Orðabók bibba og andskotans"....

Nafnlaus sagði...

Af því Bibbi er andskoti sem byrjar á Bé, þá mætti líka skíra hana Orðabók bévítans.

Nafnlaus sagði...

Hvað um legsteina?

Nafnlaus sagði...

Hvað um legsteina?