24.1.06

+11

Ellefu dögum framyfir er ekki rétti tíminn til að kerfið fokki í manni. Ónei. Í dag átti ég að mæta í þessa fínu mæðraskoðun. Var alveg ósofin og úldin og kenndi mér ýmissa meina og hafði í fyrsta skipti alveg heilan haug til að kvarta og kveina yfir og ætlaði að skemmta mér vel við það.

En, þegar ég mætti á svæðið þá var ljósmóðirin mín veik, hafði ekki skrifað mig neitt niður og sú sem var að leysa hana af var farin heim. Og það hafði átt að gera allskyns ráðstafanir varðandi eftirlit og eitthvað sem ég kunni ekki frekari skil á. Heimurinn fórst, ég fór að grenja og hringdi uppá Miðstöð Mæðraverndar. Sem betur fór hafði konan þar mikinn skilning á vandamálinu og kom málum þannig fyrir að í fyrramálið á ég að fara á fæðingardeildina í... eitthvað sem ég kann ennþá engin skil á, en ég held allavega að ég sé aftur komin í eitthvað... svona... eftirlit.

Ég hélt nú eiginlega að eftir 42 vikna meðgöngu ætti maður að vera orðinn of breiðvaxinn til að detta niður um glufur í kerfinu...

10 ummæli:

Siggadis sagði...

Elsku kerlingin mín - djöfuls frekja í þessari mæðrarskoðunarkerlingu að vera með flensuskratta þegar þú átt að fá loxsins að kvarta... annars held ég niður í mér andanum þangað til framyfir miðnætti... þá mátt þú fara að rembast mín kæra og koma með eitt stk. barn fyrir okkur Bibba - Bibbilíus Sækóson... er það ekki fínt? houese!;þ

Nafnlaus sagði...

Já nú er kominn tími á að létta á lummunni! og ýta! hef heyrt að ef þú smyrð góðri slummu af cogamy í handakrikann fari allt af stað!

Berglind Rós sagði...

Það má sko alveg grenja þegar maður er óléttur, ég tala nú ekki um þegar maður er kominn 11 daga framyfir! Gangi þér vel í fyrramálið.

Sigga Lára sagði...

Jah, alheimurinn er allavega búinn að gera sitt til að áhrín Bibba og Siggudísar virki með því að valda mér hugarvíli í dag. Kannski losar það eitthvað um hríðarteppuna. Vona nú samt að ég geti sofið alminilega í nótt, svo er mér sama hvað gerist.

Hvað er þetta annars með fólk að vilja ekki eiga afmælisdagana sína í friði? ;-)

Elísabet Katrín sagði...

Kerfið er ein stór glufa þar sem allir geta horfið ofaní! Þú gætir gengið með í 2ár og samt dottið oní glufu! Og já takk, ég er alveg til í að eiga minn afmælisdag í friði ;)
Biddu bara hann Árna að knúsa þig fast frá mér;)
Baráttu kveðjur fyrir morgundaginn!!!

Nafnlaus sagði...

Jæja góða, nú er ammælisdagur beggja drengjanna minna runninn upp - ætli það sé ekki best að ég sendi þér eitt push héðan frá Seyðisfirði svo að þú drífir þig nú í þessu.
Þú hefur alla mína samúð í yfirganginum, þ.e. 42 vikunum.

Bestu kv.
Rannveig

Gadfly sagði...

Hún kemur í nótt.

Nafnlaus sagði...

Vonandi skemmtið ykkur... vel

Nafnlaus sagði...

Fjórtán dagar....

Æi, veistu elsku Sigga að þegar barnið er fætt, grenjar á næturnar, gerir sár á geirurnar þínar og kúkar í gegn átta sinnum yfir daginn, þá horfirðu í huganum til baka til þeirra sæludaga þá það hélst inní þér og þó að þetta sé erfitt núna...bíddu bara ;) En þetta er erfiður tími og maður grenjar í tíma og ótíma, öskrar á allt og alla og er með þvaglega í ofanálag. Jafnvel gyllinæð, sé maður sérlega heppinn. Við þessu er bara eitt ráð: yhmvc.
Gangi þér svo vel í fæðingunni.

Nafnlaus sagði...

Þú átt eftir að verða svo fegin þegar barnið verður loksins komið, þá geturðu til dæmis beygt þig til að reima skóna þína, sótt eitthvað sem datt í gólfið (án þess að pissa niðrúr!) og hreyft þig á eðlilegan hátt! Iss piss þó barnið gráti og kúki í gegn, það er sko miklu skemmtilegra að hugsa um barn heldur en að vera svona ferlega ólétt með verki alls staðar!
Bonne aprés-midi héðan frá Meximieux... (gott síðdegi).