22.1.06

+9

Maður fer nú alveg að gefast upp og byrja bara að telja niður í gangsetningu í vikulokin. Erum nú samt búin að taka eina tiltekt í morgun og Rannsóknarskip planar að taka mig með í testósterónmettað umhverfi að horfa á brjálaðan fótboltaleik (Liverpúl - Júnæted) til þess að athuga hvort ekki gerist eitthvað. Hann var líka búinn að ákveða Kafbátur GO skyldi horfa á þennan leik. Og það verður víst bara að hafa það þó hann sé enn pakkaður inn í mig.

Annars finnst mér þessi barneign vera farin að fá frekar myglað yfirbragð. Fæðingadeildartaskan rykfellur uppi í herbergi. Ég er löngu búin að gleyma hvar ég gekk frá barnafötunum og eiginlega bara alveg hætt að bíða með neinni óþreyju. Bara orðinn þreytt á að vera alltaf syfjuð og geta ekki gert allt sem ég vil. Huxa að það endi bara með því að ég fari að sauma gluggatjöld í vikunni. Og láti bara sem ekkert c.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úff já, það eru erfiðustu dagar sem maður man eftir, það er þegar maður er kominn fram yfir settan dag! Hvað þá að vera komin 9 daga vá! Ég gekk nú bara lengst viku framyfir og þótti meira en nóg um!
Vonandi fer þetta nú að gerast svo þú getir rifjað upp hvar þú settir barnafötin!

Nafnlaus sagði...

3 dagar eftir, þú stendur þig vel..

Nafnlaus sagði...

tvær vikur!!!! og svo bara vvplqczw!!

Berglind Rós sagði...

Já, þetta eru laaaaangir dagar. En þetta tekur enda :-)

Varríus sagði...

Og verður drengurinn skírður Rio?

eða kannski Ferdínand?

Sigga Lára sagði...

Ætli það væri ekki frekar Djeims Bítí, eftir þessa helgi. En líklegt er nú að nafnanefnd hefði eitthvað út á það að setja.

Nafnlaus sagði...

Mannanafnanefnd, smannasnafnasnefnd!

Hefði nú boðist til að beita klíkuskap fyrir þig, en nefndin sem ég þekkti sagði öll af sér...

Spunkhildur sagði...

Hángtu þarna inni. Segja þeir í ammríku. Ég geri ráð fyrir að það máltæki hafi einmitt orðið til við þær aðstæður að einhver hafi ekki átt að koma út. Vona þín vegna að þetta fari að koma. Þegar ég var korter genginn yfir allt velsæmi fór ég á ball og spilaði svo bridds fram á rauðanótt og það barasta virkaði.