3.1.06

Grrrr...

Nú er ég alveg búin að fá nóg af þessari jólaleti. Smábátur líka kominn heim og byrjar í skólanum á morgun. Og Rannsóknarskip byrjar í sínum skóla á fimmtudag. Og ég að fara að... halda áfram að leggja mig stanslítið. Nú þarf eiginlega að fara að komast einhver hreyfing á þetta barn, verði móðirin ekki orðin vitlaus úr leiðindum fyrir fæðingu.

Í dag liggur allavega fyrir að flytja inn í hjónaherbergið hið nýja og skal hefja þá aðgerð á rúmkaupum miklum. Hérmeð.

3 ummæli:

Hugrún sagði...

Dreymdi í nótt að þú hossaðir þér og barnið datt á hausinn í gólfið. Svo stóðstu bara þarna og ég hugsaði um stelpuna sem nota bene fæddist í fötum.

Nafnlaus sagði...

Það besta við að ganga fram yfir áætlaðan tíma er að þá verða börnin ótrúlega stór. Sjálf hef ég ekki átt barn undir sextán mörkum, það var Spiderljónið, en hann var líka sá eini sem kom rétta leið ;)
Þegar þau eru þetta stór orðin, nægir að segja við þau þegar heim er komið: Það er mjólk í ísskápnum, glösin eru uppí skáp og svo bjargarðu þér bara.....

Sigga Lára sagði...

Hih. Voða bulliði.