að láta vita daglega að ekkert sé að gerast. Það er semsagt ekkert að gerast. Nema í dag svaf ég í heilan klukkutíma þó ég væri búin að drekka heilan haug af kaffi. Er farin að geta sofið hvar og hvenær sem er. Og er það nú vel. Fór líka í mæðraskoðun um hádegið, það var geðveikt stuð eins og venjulega. Barnið hjarsláttar, ég er með blóðþrýsting, voða lítinn og heilbrigðan og Kafbátur stækkar og sparkar.
Seinnipartinn átti ég svo símtal við skáldkonuna dularfullu, Unu Mikaelsdóttur, en stuttverk hennar ku vera nýkomið á verkefnalista Hugleix í febrúarmánuði. Var hún nokk hamingjusöm með þær fréttir, en tók því nú samt fremur ólíklega að hún myndi bregða sér í bæjarferð í febrúar til að skoða sköpunarverk sitt og nýjan afkomanda. Sagðist vilja vera dularfull. Enda er hún það.
Jú annars, eitt var gert í dag, samið við óléttu grannkonuna um að stökkva yfir götuna í Smábátsgæslu ef svo vill til að við þurfum allt í einu á fæðingardeildina um miðja nótt á virkum degi. Þá er allavega búið að gera einhverjar ráðstafanir. Annars situr umræddur bátur nú urrandi í herbergi sínu og er að skrifa sögu. Sem Rannsóknarskipið, af óknittum sínum, ákvað að hann ætti að hafa lengri en ströngustu kröfur gera ráð fyrir. Féllu þau fyrirmæli í nokkuð grýttan jarðveg og mættu nokkurri andstöðu. Er þó verið að fylgja þeim, með nokkrum andvörpum, þar sem téð skip er afbragðsuppalandi og er algjörlega óhagganlegur þegar fyrirmæli hafa verið gefin. Svo dásamlega "firm but fair". Verð að viðurkenna að mér finnst það alveg hnjálinandi heillandi.
5.1.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hæhó.... mikið væri nú skemmtilegt ef föstudagurinn 13. yrði dagurinn.. ég get nefnilega alveg fullvissað þig um það að 13.janúar er frábær dagur ;o) þá á ég nefnilega afmæli.... og þegar hann lendir á föstudegi hef ég átt sérstaklega sérstaka daga :o)
gangi þér vel...
nærðu ekki að halda í þér til 25. fyrst þú ert komin svona langt?
Föstudagurinn 13. liggur náttlega sterklega undir grun. Og, Bibbi, jújú, 25. er alveg innan skekkjumarka líka. Nú er bara að sjá hvað zetur.
Skrifa ummæli