22.2.06

Andsetinn dagur...

Freigátan er búin að vera öskrandi eins og umskiptingur meira og minna í allan dag og gubbaði í síðustu samfelluna sem hún kemst í. Rannsóknarskip slasaði sig undir tungunni með blýanti (ekki spyrja) og er búinn að vera að bíða á íslensku Bráðavaktina í 2 tíma. (Hún er sem sagt ekki sérlega bráð...) Smábátur er hins vegar loksins að verða búinn að ná úr sér flensunni sem hann er búinn að liggja í í viku.

Enda eins gott að eitthvað er á uppleið, annars færi Móðurskipið á taugum.

Og hjúkkan kom í dag og vigtaði freigátuna. Hún er orðin 4,350 kg, bara búin að þyngjast um 150 grömm þessa vikuna. Og örugglega búin að léttast um þau aftur af öllum öskrunum seinnipartinn. Fáránlegur hávaði sem svona pínulítið fólk getur gert.

Engin ummæli: