20.2.06

Opinber Frumsýning...

Jæjah. Þá held ég að Móðurskipið sé komið nógu vel á lappirnar til að óhætt sé að opna fyrir almennan gestagang, svona fyrir þá sem vilja skoða Freigátuna, svona læf. Mönnum er samt ráðlagt að hringja á undan sér til þess að ég geti nú hellt uppá og skellt í kleinur. (Einmitt. Glætan. Þeir sem eru heppnir fá pressukönnukaffi, en allar líkur eru á því að menn fái bara ælublautt og kúkalyktandi barn í fangið og skulu gera sig ánægða...)

Annars er ég búin að sjá að svona ungbarnaumönnun krefst ekki beint hæfni í að múltítaska. Maður þarf hins vegar að hafa ágætis minni til að muna að klára það sem maður byrjar á. Eftir daginn get ég venjulega rakið eftir sjálfa mig slóð af hálfísettri þvottavél, hálfúrtekinni uppþvottavél, hálfskrifuðum bloggfærslum og hálfítilteknum herbergjum um allt hús. Og á kvöldin man ég síðan ævinlega eftir öllu hinu sem ég ætlaði en náði aldrei að byrja á.

Ótrúlega flókið að vera svona heimavinnandi. Ætla ekki að gera það að ævistarfi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ójá mikið kannast ég við þetta, og svo eftir því sem börnunum fjölgar verða hlutirnir alveg endalaust margir sem maður ætlar að gera en kemur aldrei í verk.... Ég man til dæmis ekki lengur hvernig maður rakar á sér fótleggina eða gerir yfir höfuð eitthvað annað en að sinna börnum og heimili, já og eiginmanni... þvuh!