14.2.06

Undur, Stórmerki og Tónleikar

Freigátan tók uppá þeim undarlegheitum að sofa megnið af nóttinni, meira að segja í sínu rúmi og stundum með snuð. Mér finnst ég hafa sofið í mörg ár. Er þessvegna í dag fyrirmyndarhúsmóðir í anda Stepford, Bree í Desperate Housewifes eða álíka. Er hins vegar líka búin að komast að því að börn sem sofa á nóttunni eru ekki jafn dugleg við það á daginn. En það er nú samt ótrúlegt hvað maður getur afrekað með einni hendi.

Og plögg: Rannsóknarskip er að fara að syngja á nemendatónleikum í kvöld. Þeir eru í Snorrabúð (sem ku vera einhvers staðar í nágrenni söngskólans) og hefjast klukkan 20.00. Hann er búinn að æfa prógrammið vel og lengi, gangandi um gólf með óþekku dóttur sína á nóttunni, á milli þess sem hann les fyrir hana Lesarann eftir Bernhard Schlink:

Engin ummæli: