17.3.06

Glúbbglúbb...

Þá rignir hundum, köttum og páfagaukum. Var að koma úr miðbænum, eins og hundur af sundi. Og það er víst dagur heilax Patrex. Sá fulla Íra með græna hatta í miðbænum. Voða voru þeir nú lifaðir eitthvað. Greyin. Er alltaf að sjá betur og betur hvað útlendingar eru eitthvað krumpaðir, miðað við okkur frónbúa. Og það er nú gott áðá.

Keypti mér áðan skó á 12.000 kall. Þeir eru með loftpúðum og dempurum á alla kanta þannig að á þeim ætti ég að geta gengið bæði afturábak og áfram, stoðkerfi mínu að meinalausu.

Og undirbúningur skírnar er farinn að vaxa með ógnarhraða. Komst að því að ég á engin föt sem er við hæfi að vera í í kirkju að degi til. (Lesist: Öll sparifötin mín eru dræsó.)
Spurning 1: Hvernig í veröldinni klæðir maður sig þegar maður skírir barnið sitt. (Og hvar fær maður svoleiðis föt?)
Svo er ég ljósgræn á litinn.
Spurning 2: Veit einhver um sólbaðsstofu í grennd við heimili mitt? (Hlandfötumegin í vesturbænum?)
Og hárið á mér lítur út eins og andskotinn og amma hans.
Spurning 3: Veit einhver um hárstofu þar sem hægt er að fá gott klipp og lit án þess að fara með fjárlög heimilisins?

Flókið.

8 ummæli:

Gummi Erlings sagði...

Hvusslags, ekkert verið að minnast á hina föngulegu hugleiksku karlmenn sem þið hjúin rákust á niðri í bæ? Fuss og svei...

Nafnlaus sagði...

Drekktu bara nóg af gulrótarsafa til að verða gyllen og hringdu í hárgreiðslunámið, eru ekki alltaf nemar að bíða eftir "kanínum". Þessi aðgerð gæti auðvitað endað með þig útlítandi eins og gulrót með grænan blaðbrúsk upp úr hausnum á kengúruhoppi inn eftir kirkjugólfinu- en hvað, má ekki vera gaman í skírnarathöfnum? Og ef þetta sé líka gifting, þá verður Árni að gera alveg eins til að normalisera ástandið...

Varríus sagði...

Ef sigga er kanína finnst mér guminn eiga að fá lánaðan kanínubúning einhverssaðar.

Hugrún sagði...

Aldrei að vita nema ég eigi eitthvað af fötum fyrir þig á skírninni. Þekki engar ódýrar hárgreiðslustofur en margar mjög dýrar

Spunkhildur sagði...

Þeir Baugsmenn ættu að færa út kvíarnar og bjóða uppá bónusklippingu.

Í mesta lagi þrjár gerðir.

Og sjampó fylgir frítt með á mánudögum.

Gadfly sagði...

Þú þarft ekki lit í hárið og alls ekki klippingu, bara særa það aðeins. Fáðu Hlyn (á Hárbeitt í Hafnarfirði) til að greiða þér, maðurinn er fokkings snillingur.

Samkvæmt tískublöðum systur minnar anorexíunnar er að komast í tísku að vera eins og hundaskítur á litinn svo þar geturðu sparað bæði tíma og peninga.

Hvur ákvað að ekki mætti klæðast dræsugalla í kirkju? Ekki Gvuð allavega. Eða er nokkur ritningastaður sem bannar það? Ég legg til að þú verðir alveg ýlfrandi sexý. Þá man fólk allavega eftir þessari skírn.

Nafnlaus sagði...

Sigga mín farðu bara í svona brunkuklefa, það tekur ekki nema fimm mínútur að verða fallega brúnn í viku. Farðu bara daginn fyrir skírnina og mundu að biðja um ljósasta litinn því að eftir nokkra daga lítur maður meira út eins og sebrahestur en nýskírð móðir!!
Þú ert sæt og vertu í einhverju sexý!! Um að gera að nota brjóstin áður en þau taka á sig tepokamyndina eftir allt sogið!

Nafnlaus sagði...

Eitt orð: Youssouf.