Erum í hinu besta yfirlæti hjá tengdaforeldrum mínum í norðrinu. Rannsóknarskip og Smábátur bruggðu sér á Kardemommubæ Freyvengja í dag, en við Freigáta erum heima að slappa af eftir heimsóknafargan síðustu daga. Erum búin að éta heil ósköp um allar sveitir og erum á morgun á leið austur að gera slíkt hið sama um Héraðið.
Megrunum hefur verið frestað þar til eftir páska.
Freigátan unir sér hið besta í sveitinni. Heldur mikið upp á afann og ömmuna og Sverri fö og er búin að heilsa upp á kindurnar. Svo er hún búin að vera að hitta heilan haug af föðursystkinum og afkomendum þeirra, tvö ömmusystkini og einn móðurbróður og frú. Margir hafa hlaðið á hana allskyns gjöfum svo hún er að verða stóreignabarn og þar að auki eins og prinsessan sem átti 365 kjóla. Núna sefur hún í vagni úti í sveitasælunni og norðangarranum og finnst það bara fínt.
Meira næst þegar ég nenniðí.
13.4.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Við erum þá hér í nágrenni hvort við annað. Ég hengslast einn og hundveikur með fuglaflensu og 40 stiga hita um yfirgefna íbúð frænda konunnar á Akureyri meðan hún og börnin mín 3 blanda geði við fjölskyldu mína ALLA í barnaafmæli. Ömurlegt að fara í ferðalag til að hitta ættingja og verða veikur.
Njótið þessa alls. Gyða litla á pakka hjá mér þegar þið komið heim.
Elsku fjölskylda, til hamingju með nafn og brúkaup!!
hafið það gott í sveitunum.....
bestu kveðjur,
Sigga Birna
Skrifa ummæli