17.4.06

Vín!

Í gærkvöldi gerðum við dáldið merkilegt.

Fyrir nokkrum árum síðan keypti faðir minn fáránlega dýra rauðvínsflösku í Ammríkunni. Heimkominn sagði hann síðan að þessi flaska yrði ekki drukkin fyrr en fyrsti krakkinn gifti sig. Þegar þessi yfirlýsing var gefin út sáðum við heima á jólunum og pipruðum hvert í kapp við annað. Svo gleymdist þetta mál algjörlega.

En núna er allt í einu einhver búinn aöð gifta sig. Og við hjónakornin drukkum flöskuna í gær í félagi við þau gömlu. Og ég fékk í magann. Veit sosum ekki hvort það var rauðvínsglasið eða þrjútonn af páskaeggi sem ég var búin að gúffa í mig fyrr um daginn.

Allavega, við erum sumsé á Egilsstöðum, þ.e.a.s. 3/4 af fjölskyldunni, Smábátur er á Akureyri. Freigátan nýtur þess að láta ömmu-Freigátu gera sig óþæga, er búin að læra að ferðast um í rúminu sínu og getur nú potað fótunum út á milli rimlanna og er farin að skoða á sér aðra höndina. En bara þá hægri. Sem veit ekki enn hvað sú vinstri gerir. Svo er ég búin að gera tvær heiðarlegar tilraunir til að láta hana skemmta langömmum sínum á sjúkrahúsinu, en það skiptir engum togum að þegar hún kemur þangað hinn öskrar hún eins og stunginn grís. Næst verður farið inn með alla varnagla á öllu sem gæti huxanlega verið að.

Það er annars skrítið að vera svona algjörlega út úr heiminum og gera ekkert annað en að éta. Ég er enn ekkert farin að heimsækja hér fyrir austan, en það þarf nú að fara að byrja á því. Rannsóknarskip les undir próf og horfir á óperur og er örugglega dauðfeginn að ég er ekki farin að sýna hann að neinu ráði ennþá.

Jæjah, geeeeisp. Best að fá sér aðeins meira páskaegg.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er nú mesta furða hvað það var létt og löðurmannlegt að vera sýndur austur á héraði.

fangor sagði...

úff, páskaeggið er sko líka að fara með mig. ég hef nú náð þeim merka áfanga að vera þyngri en maðurinn minn.
hlakka til að sjá ykkur aftur..

Nafnlaus sagði...

Elskurnar!

Síðbúnar kveðjur eru betri en engar.
Innilegast til hamingju með Gyðuna og giftinguna - megið þið sem best við una um alla ævidaga.

Spunkhildur sagði...

Spítalar eru ekki skemmtilegir staðir. Ég skil hana Gyðu vel.