9.4.06

Fréttir úr hnappheldunni

Já, við gengum bara í snarheilagt hjónaband í gær. Það gerðum við þannig að þegar skírn var lokið henti ég Freigátunni í nöfnu sína, (sem heitir þá væntanlega Amma-Freigáta), brúðarmarsinn glumdi við og við snöruðumst aftur upp að altarinu þar sem séra Hjálmar gaf okkur saman áður en nokkur vissi hvaðan á sig stóð veðrið. Þeir fáu sem höfðu séð sér fært að mæta í kirkjuna hágrétu af undrun þegar við komum aftur fram í kirkju. Þetta var nú aldeilis gaman. Við skiptum ekki um hringa, skiptum bara um hendi á trúlofunarhringunum. Við löbbuðum svo bara aftur heim með barnavagninn og sáum mest eftir því að hafa ekki hengt dósir og svoleiðis aftan í hann.

Svo var ágætisveisla, og frú Móðurskip er með sykurtimburmenn í dag. Svaramenn eru búnir að koma og ganga úr skugga um að hveitibrauðsdagarnir gangi nú vel og eðlilega fyrir sig. Eins er viðstaddi skírnarvotturinn búinn að koma og byrja að hafa auga með kristinlegu uppeldi Freigátunnar.

Á morgun verður svo lagt upp í norð-austur ferð, sem heitir þá væntanlega brúðkaupsferð. Bára systir ætlar að búa hér í hreiðri ástar og uppeldis á meðan. Ég verð reyndar með tölvuna með mér, en ég veit ekki hvort færslur hér verða alveg jafnþéttar og venjulega. Enda einstaklega órómó að eyða hveitibrauðsdögunum fyrir framan tölvuna.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta allt saman. Nýtt nafn og nýr titill....

Nafnlaus sagði...

Til HAMINGJU!!!
Þó að ég verði að vera dáldið spæld yfir að hafa ekki verið upplýst um væntanlegan atburð. ÞÁ HEBBÐI ÉG MÆTT!!!
Þó maður rjúki nú ekki landshorna á milli til að berja barnungann augum, ýrðan vatni, þá hebbði ég nú ekki látið mig vanta í brullaup!!!
Vona að það verði veisla haldin síðar meir!! Gyða.. þessi litla kvæðakviða....
Fallegt nafn.

Nafnlaus sagði...

Mjög sætt - til hamingju.

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með þetta allt saman. Ég verð þó að taka undir með Ylfu að hefði ég vitað að brúðkaup væri í vændum hefði ég sko ekki látið mig vanta!
En mér ferst víst ekki...
Hafi það sem best í brúðkaupsferðinni,
Vibba

Gadfly sagði...

Til lukku. Mér finnst það sjallt tiltæki að giptast öllum að óvörum. Kúlt!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju elskurnar með þetta fína nafn á barninu og hnapphelduna, hefði komið ef ég hefði átt heimangengt en huglægt knús er ykkar***** Vona að ég sjái ykkur í brúðkapsferðinni!

Sigga Lára sagði...

Já, Halla mín. Ætlum t.d. á Kardemommubæinn í Freyvangi á morgun, ef þú verður eitthvað að þvælast þar. Þá verðum við reyndar Freigátulaus, en mér þykir ekki ólíklegt að hún mæti eitthvað aðeins á Bandalaxþing.

Nafnlaus sagði...

Mér fannst þetta frekar borðleggjandi og gott ef ég nefndi það ekki hér á kommentasíðu frú Sigríðar fyrir margt löngu - og hún kommenteraði ekkert sérstaklega á það - sem styrkti mig enn frekar í grunsemdum mínum - sem höfðu kviknað við að þáverandi frökenin virtist á stundum hafa meiri áhuga á hvernig HÚN ætti að hafa hárið, verða gyllen á hörund, finna sér fallegan kjól etc. en hvernig Freygátan mundi lúkka.
Og svo Dómkirkjan kl. þrjú á laugardegi - frekar svona giftingarlegur tími.
Og af hverju í ósköpunum starfa ég ekki hjá rannsóknarlögreglunni???

Njótið brúðkaupsferðarinnar!