19.4.06

Úthlutað?

Það virkar þannig að manni er úthlutað einhverju. Er það ekki? Maður fær ekki lóð/viku í orlofshúsi úthlutaða. Er það nokkuð? Er alltaf að heyra þetta, meira að segja í Fasteignasjónvarpinu, og mér finnst það bara kjánalegt. Eða kannski er ég bara svona úthlutuð.

Annars, lögðum Egilsstaði undir fót í gær og heimsóttum alla. M.a. allar hæðir á safninu, Stebbu móðursystur og Sillu og Jón Gunnar. Það var nú skemmtilegt og við þökkum allar góðgerðirnar. Svo fékk ég að fara pínu á stjórnarfund hjá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs í gærkvöldi. Og það var ljómandi. En Freigátan hélt öskurtónleika fyrir föður sinn á meðan. Hún er að verða mömmustelpa.

Erum sumsé í góðu yfirlæti og þurfum nú ekkert að gera nema hanga þangað til við leggjum af stað norður á föstudag.

4 ummæli:

Gummi Erlings sagði...

Man þegar barnsmóðirin skrapp út á lífið og ég einn með soninn. Hann öskraði eins og stunginn grís og ég leitaði eins og ég gat að aðferð við að þagga niður í honum. Það eina sem dugði var að láta renna í eldhúsvaskinum, þannig að við feðgar áttum þarna quality time við eldhúsvaskinn fram eftir kvöldi.

Spunkhildur sagði...

Mér finnst úthlutun svolítið kjötvinnsla. Ljótt orð.

Íhlutun er líka ljót.

Hlutleysi er hinsvegar ágætt, nema á alþingi með litlu.

fangor sagði...

þú ferð nú með flotann á seyðisfjörð er það ekki..? bara svona til að sýna...

Nafnlaus sagði...

Verðið þið nokkuð komin söðör um helgina? Þá verður Mærþöll nebbla sýnd, á laugardagskvöld og sunnudagskvöld, en bara þessa daga. Fyrir áhugafólk um óperur og þá sem hafa grátið það að hafa misst af Kolrössu er náttúrulega bráðnauðsynlegt að koma á þessa sýningu á nýrri íslenskri ævintýraóperu.
Sjáumst vonandi í Íslensku óperunni:)
Tóta.