Aðeins búin að vera að róta í linkunum. Vek athygli á "nýju" fólki. Nú hefur blogg Hjörvars bæst í linkasafnið, en hann véluðum við hjónin í Hugleik um daginn, með sameiginlegu átaki. (Rannsóknarskip hringdi í hann og ég leikstýrði honum.) Og frumraun hans má einmitt sjá á einþáttungahátíðinni Mörgu smáu sem er í Borgarleikhúsinu á föstudaxkvöld og hefst klukkan 19.00. Mun þar kenna gífurlega margra grasa, m.a. gefa að líta frumraun Nönnu í leikstjórn, frumraun Sverris mágs míns í leikritun og frumraun Jóns mágs míns á sviði. Þar að auki er þátturinn sem ég leikstýri önnur af tveimur frumraunum höfundar hans, Sigurðar H. Pálssonar, á þessum ritvelli.
(Sigurður sá er ekki hið frönskumælandi ljóðskáld sem hefur látið landanum leiðast með Parísarhjólinu og öðrum bókmaenntahroða. Þessi er hins vegar mikil poppstjarna í eyrum okkar sem munum eftir ofurgrúppunni Mosa frænda. Og ef hann hefur átt einhvern þátt í textasamningu "Kötlu köldu" eða "Ástin sigrar" þá hefur textagerð hans náttlega slegið þvílíkt í gegn. Mér þótti texti "Ástin sigrar" sá albesti og fyndnasti í öllum heiminum þegar ég var um 14 ára. En þetta var nú útúrdúr...)
Einnig er ég búin að bæta í hlekkjasafnið dagbók Ingibjargar Hjartardóttur, leigusalans míns, en hún og hennar maður, hann Ragna skjálfti, eru að þvælast um útlöndin þessa mánuðina og hér má sjá hvað þau eru að bedrífa.
Svo var Nornabúðin að opna innihaldsríkan vef um daginn og hann er kominn í hlekkina. (Og skamm á mig að vera ekki búin að hlekkja á hana fyrir löngu, ég er náttlega fastagestur í þessari ágætu búð. En svona fer nú fæðingarorlofsletin með mann.)
Annars, Freigátan virðist hafa jafnað sig á gubbunni. Reyndar heyrast einstöku sinnum skruðningar innan úr henni ennþá, en hún virðist ekkert láta það á sig fá. Fórum í jóga í morgun og það var gífurlegt stuð sem endranær. Og á morgun á hún að fara í þriggja mánaða skoðun og fá sprautu. Það verður nú aldeilis skemmtilegt.
3.5.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Var Siggi í Mosa frænda?! Sú grúppar lifir vel í minningunni...
Frontmaðurinn... skilst mér á skotspónum... gleymi reyndar alltaf að spyrja hann almennilega útí þetta... vona allavega að ég sé ekki að fara með fleipur. Er það nokkuð, Siggi?
Ég er ekkert sár yfir að hafa ekki bæst við í uppfærslunni, en verð að taka undir það að Parísarhjólið var afspyrnuleiðinleg bók.
Svo leiðinleg raunar að ég hafði bælt niður minninguna um hana, en nú skýtur henni upp á yfirborðið illu heilli.
Já, ég vissi að ég væri að gleyma einhverjum! Verður bætt úr hið alsnarasta. Ef fleiri sakna sín úr linkalistanum, segi þeir endilega til. (Hann klúðraðist sko einu sinni nefnilega þegar ég fór ap fikta í templeitinu mínu og týndi honum öllum.)
Ehemm. Guilty as charged. Reyndar alsaklaus af texta Kötlu köldu (það voru hlustendur Bylgjunnar sem sömdu hann), og á ekki nema fáeinar ósmekklegar línur í Ástin sigrar, að mig minnir...
Skrifa ummæli