23.6.06

Akureyri

Þá er nú góða veðrið komið. Þetta sem við hefðum einmitt þurft að brúka hérna á sama tíma fyrir ári. Við Freigáta sendum piltana í sveitina, og Lánsbát á leikskólann, og röltum aðeins í bæinn. Þeir sem sáust brosa báru það með sér að vera aðkomumenn. Merkilegt hvað það getur verið mikill snúður á Akureyringum. Það reyndist vera erfitt að labba upp gilið með barnavagn, og Freigáta er núna steinsofandi úti, þrátt fyrir leikskólann í næsta húsi. Núna hanga lirfur og vefja utan af sér niður úr öðru hverju reynitré í bænum. Ég var svo mikið að tala við sjálfa mig á labbinu áðan að ég var næstum búin að éta eina.

Og nú ætla ég að leggja mig, eins og Freigátan. (Inni, samt)

2 ummæli:

Hugrún sagði...

já og hvernig væri nú að senda nokkrar myndir á netið. Mér líður eins og forræðislausum föður sem fær ekki að sjá barnið sitt.

Sigga Lára sagði...

Það gerist væntanlega ekki fyrr en fyrir austan. Við erum ekki með forritið sem passar við myndavélina í minni tölvu... uððitað huxunarleysi, og erum þar að auki búin að vera alveg fáránlega löt að taka myndir. Ég veit ekki einu sinni hvar myndavélin er...

En, við tökum bara myndir á pabbavél og setjum á netið fyrir austan. ég lofa.