Í gær var afmælisdagur Magnúsar Grímssonar. Og Huldu Hákonar. Og Guðrúnar frá Lundi. Og ný Hugleixhefð fæddist. Minnisvarði um Magnús Grímsson var heimsóttur (sem er ekki ný hefð, heldur gömul) svo var farið í Álafosskvos, grillað og fráfarandi formaður leystur frá störfum með smávegis viðhöfn. Þar með er komin á hefð fyrir að halda stjórnarskiptagrill á afmælisdegi Guðrúnar frá Lundi. Þar mun einnig haug af kartöflusalati fórnað á altari heilagrar Tamöru, en hún ku vera nýr verndardýrlingur svangra og/eða áklósettþurfandi Hugleikara.
Undirrituð skrópaði hins vegar á djamm sem búið var að blása til á Keltikk Kross, í framhaldinu, í tilefni af afmæli hálfnöfnu minnar Jennýjar Láru. Ég nenni bara ekki að fara á pöbba nema hafa það að augnmiði að drekka allavega þrjá bjóra, og ég nenni helst ekki að drekka svo mikið á meðan ég er á geðlyfjum. En klárast nú sennilega bara í þessum mánuði, eða næsta. Og þá verður nú aldeilis hægt að...
Og gleðilega hvítasunnu. Það er bara skítaveður!
4.6.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Og nu spyr eg eins og faradur. Hver er Magnus Grimsson?
Sr. Magnús Grímsson (1825 - 1860) var maðurinn sem skrifaði fyrsta leikritið sem Hugleikur setti upp, Bónorðsförina. Það var áður en Hugleikur ákvað að skrifa alltaf fyrir sig sjálfur, þannig að Magnús þessi var gerður að Hugleikara löngu eftir dauða sinn. Og það vill svo skemmtilega til að um þennan merkilega mann stendur minnisvarði skammt frá kirkjunni að Mosfelli í Mosfellsdal og þangað hafa Hugleikarar gjarnan farið á afmælisdegi hans, 3.júní, skálað og gefið honum með sér. Þannig var nú það.
MG var prestur og leikskáld og telst fyrsta leikskáld Hugleiks. Hann skrifaði Bónorðsförina sem var sýnt á allra fyrstu frumsýningu Hugleiks í Félagsheimili Stúdenta þ. 14. apríl 1984. Skemmtilegt, því þetta hafði hvorki hann né aðrir hugmynd um þegar hann fór til himna. Ef MG hefur síðan átt erindi til jarðar er hann sennilega meðlimur í Hugleik og semur leiktexta.
Það tel ég næsta víst.
Hahaha! Fyndið að sjá nánast sömu færslu skrifaða samtímis á sitt hvorum staðnum í bænum.
Já, þetta er í fyrsta skipti sem ég upplifi svona "skuldarmérkók" móment í netheimum. Við erum að verða alveg komin í Matrixið...
Ég lenti í fáránlegu svona "gerðistásömusekúndunetævintýri" um daginn. Bjó til e-ð árshátíðarsöngtextastöff fyrir fyrirtæki sem frændi minn vinnur hjá og tók fyrir það smá péníng. Nokkrum vikum síðar ákvað ég að rukka fyrirtækið, en fór nú samt inn á heimabankann til að tékka á hvort lagt hefði verið inn. Sá fyrst bara upphæðina sem ég átti til ráðstöfunar á reikningnum mínum. Ýtti á "sækja yfirlit" ... og viti menn ... á þeirri sekúndu sem það tók að sækja yfirlitið hafði ráðstöfunarupphæðin á reikningnum hækkað um upphæðina sem mér var skulduð. Og það stóð víst heima. Gjaldkeri fyrirtækis úti í bæ var að leggja inn hjá mér á sömu sekúndu, eftir að hafa gleymt því í nokkrar vikur. Hugskeyti hvað!? Ekki veit ég hvað gerist þegar þeir borga mér kókið.
Skrifa ummæli