12.6.06

Sunnudagur, 10.06.

Hann hressir, Svarfaðardalur.

Hér erum við nú sest að í Reiðholti, bústað Árna Hjartarsonar, sem er í um kílómetersfjarlægð frá Húsabakka, hvar Rannsóknarskip er á leikstjórnarnámskeiði. Hér er óstjórnlega mikil ró og friður, ekkert stjónvarp og ekkert heyrist nema fuglasöngur og lækjarniður. (Jú, og svo hlustuðum við Freigáta reyndar á sjómannadaxmessu í útvarpinu í morgun.)

Við erum líka búnar að vera svolítið eins og gráir kettir niðri á Húsabakka. Þar eru menn byrjaðir að skóla af krafti, búið að busa, fara í allavega eina keppni í gúmmítúttusparki og Bandalagið glymur gjarnan úr öllu, hornum, í ár virðast vera nokkuð margir nýnemar sem ekki eru enn búnir að fá leið á því.

Svo leggjum við undir okkur sundskálann við hvert tækifæri, enginn smá lúxus að hafa einkasundlaug fyrir ungbarnasundið.

Og í öðrum fréttum, Rannsóknarskip útskrifaðist í gær úr Háskólanum á Akureyri og er nú allur kominn með kennararéttindi. Hann var ekki viðstaddur (þar sem hann var hér) en við mæðgur skruppum til Akureyrar og keyptum smá útskriftargjafir handa honum. (Sudoku-bók og svona.) Fórum líka inn í Brekku í heimsókn til tengdaforeldranna.

Skemmst frá því að segja að ég er ekki búin að skrifa stafkrók í leikritinu sem ég ætlaði að skrifa hér, vegna stöðux flækings niður að Húsabakka, út á Dalvík og til Akureyrar. En nú er líklega rétt að fara að bæta úr því. Guðmávita hvenær þessi færsla kemst á netið, en næsta hotspott er víst á Akureyri og óvíst er hvenær við nennum aftur þangað.

Engin ummæli: