En nú erum við búin að flytja, hætt að þurfa að þýða á nóttunni, alveg að verða búin að leika og leikstýra, gubbupestin búin, Ransóknarskip að verða kominn í jólafrí í skólanum og stjórn Hugleiks næstum komin í jólafrí líka. Og skollin á desemberrólegheit í vinnunni minni.
Enda skal öllusaman nú slegið upp í kæruleysi, ég ætla í leikhús í kvöld.
Og svo nokkrar myndir:

Sæt systkin

Hænuvíkursvipur

Fyrsta snjóþotuferðin
4 ummæli:
Æ jeminn hvað sú stutta er sæt og lík mömmu sinni! Algjör snúlla!
Elskurnar mínar, ekki ofgera ykkur! Maður fær barasta samviskubit. Þegar maður er ekki að píska ykkur út í stjórnarstörfum er maður að narra ykkur í furðulegustu hlutverk í fjöldamörgum leikritum. Svei!
Neinei. Allgjörlega sjálfsskaparvíti og óheppni í bland. Átti að vera mánuður flutninga og Hugleix, en svo bættust við vinnugeðveiki og gubbupest. Það var það sem fokkaði upp skipulaginu.
Krúttfríður og myndarbróðir eru einfaldlega tilefni, mæðra með unglingaveika gelgju á framfæri, til eggjaklings og mjálms. Til hamingju með þau bæði og hinn gjörvilega eiginmann þinn.
Skrifa ummæli