15.2.07

Kisi

Freigátan er búin að læra orðið kisi. Það er notað um ýmislegt, m.a. ketti, hunda, kindur, páfagauka, ungabörn og Mikka mús. Svo verpur hún líka sætari og skemmtilegri með hverjum degnum. Hvernig sem hún fer nú að því. Hér eru sýnidæmi:


Tískusýning: Þennan svakalega bleika galla fékk hún í afmælisgjöf frá afa og ömmu Smábátsins. Nú fær Sigurður formaður með bleikufóbíuna sennilega illt í tennurnar...


Þetta eru Gyða og Vala vinkona. þær hittast reglulega og horfa á fótbolta, á meðan feðurnir ræða umönnun smábarna og öryggi á heimilum.

2 ummæli:

Ásta sagði...

Alltaf skulu litlir krakkar þefa uppi minnstu bríkina á heimilina og setjast þar að :)

Sigga Lára sagði...

Já, Gyða situr mjög gjarnan á svaladyraþrepinu. Enda er það akkúrat í sethæð fyrir hana. Svo vinkar hún stundum bless og fer svo bakvið gardínuna og talar við sjálfa sig.