13.2.07

Nýttnýtt

Smátur ók suður með afa sínum og ömmu í gær, eftir jarðarför, og eyddi hjá þeim nóttinni. Ég flaug í bæinn um kvöldið, til að geta mætt í vinnuna í morgun. Rannsóknarskip og Freigáta eru á leiðinni, akandi, og fara að renna í hlað. Þetta gerði það að verkum að ég eyddi kvöldinu, nóttinni og deginum, algjörlega Freigátulaus. Það var alveg nýtt. (Ég eyddi reyndar einni helgi án hennar á Selfossi í haust, en þá var ég nú bara svo full á nóttunni og önnum kafin á daginn að ég tók ekkert eftir því...)

Allavega, eftirfarandi athuganir voru gerðar:
- Það er ekki auðveldara að vakna við vekjaraklukkur en börn.
- Rúmið mitt er best, sama hvort ég er ein í því eða ekki.
- Annaðhvort hef ég smitast af snyrtimennskunni á heimili bróður míns, eða að ég er hreint orðin óvön því að vera ekki með hendurnar fullar af "einhverju" allan daginn. Er búin að gera alþrif á heimilinu og þvo hverja tusku af allri fjölskyldunni. Endar sennilega með því að ég verð týpan sem rykmoppar alla íbúðina í hverri viku, líka herbergin sem enginn hefur farið inn í, þegar börnin verða farin að heiman.

Heimilið er sumsé algjörlega blettlaust og tilbúið til að feðgin renni í hlað og rusli til.

Engin ummæli: