27.3.07

Dæs

Mér finnst ótrúlega fátt hafa breyst við að eignast börn. Þó ég hafi eignast tvö slík og sambýlismann eiginlega á einu bretti og breytt þeim síðastnefnda í eiginmann skömmu síðar. Sennilega hef ég hlustað of grannt á málflutning skuldbindingafælinna, en ég hélt áður að þetta væri eiginlega bara... ekki hægt! Breytti allavega ÖLLU og flestu á versta veg. En mér finnst ég nú vera meira og minna sama manneskjan.

Fyrir utan það að ég man ekki eftir að hafa dæst áður. Núna dæsi ég í tíma og ótíma. Og af ýmsu. Það getur verið feginleiki þegar allt er komið í ró, af vanþóknun yfir að Smábátur eigi mikið eftir að læra á sunnudaxkveldi, vellíðan eftir vel heppnaðan kvöldverð (eins og núna).
En þetta finnst mér hafa verið mest áberandi breytingin á lífi mínu.

Dæs.

Annars er ég að huxa um að skreppa í Grafarvog í kveld og fjárfesta í notuðum hjólhesti.

Engin ummæli: