25.3.07

Möst! Sí!

Vorum að frumsýna aldeilis frrrábæra sýningu á föstudagskvöldið. Þó ég segi sjálf frá. Öskrandi snilld, enda söngleikur eftir Þórunni Guðmundsdóttur á ferð í leikstjórn snillingsins Odds Bjarna í meðförum Hugleix. Ja, þarf maður að segja meira? Sýning í kvöld, svo fjórar um næstu helgi, Bára, eina sýningin sem þú kemst á er 4. apríl. Ég skora á alla að láta sig vanta, sízt.

Allavega, frusmýningarpartíið gaf sýningunni ekkert eftir og ég var ekki komin heim til mín fyrr en um fimm! Hef enda ekki verið svona lengi vakandi árum saman og er öll ónýt ennþá á sunnudegi.
Hvað um það? Vel þess virði.


Annars er ég að ábyrgða yfir mig í leikfélaginu. Ég hef svo mikla yfirsýn að ég er orðin snarlofthrædd. Í vor ætla ég að hætta í stjórn Hugleix. Svo er ég að huxa um að fara bara að leika og syngja og dansa, þó ég geri það ekkert vel, vaska aldrei upp kaffibollann minn, taka aldrei neitt "að mér", henda búningnum mínum alltaf í gólfið og hoppa á honum áður en ég fer heim.
Mig langar bara að gera það sem mér finnst gaman.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Var búin að skrifa svo langt komment hérna, að ég ákvað að skrifa þér frekar ímeil.

En, já, þetta leikrit verð ég að sjá.

Tékkaðu á tölvupóstinum þínum.