27.4.07

Er ekki bráðum að koma sumarfrí?

Ég er þreytt eftir þennan vetur. Og líka svolítið extra í dag, eftir að hafa setið með góðu fólki niðri á Unga yfir bjór, þar sem við sátum og hlógum eins og hýenur langt fram yfir miðnætti.
Hlátursköst eru smitandi. Og örugglega meinholl. En ég gæti ekki haft eftir neitt af bullinu sem við vorum að hlæja að. Ég man ekkert af því. En gaman var.

En ég er með vorþreytu. Þó ég sé að hitta fólk sem mér finnst skemmtilegt að hitta, dettur mér sjaldan neitt í hug að segja við það. Þó bærinn sé að springa úr skemmtilegum menningarviðburðum, finnst mér best að horfa bara á sjónvarpið. Og þó Freigátan sé alltaf jafnsæt og skemmtileg, finnst mér stundum alveg hrikalega erfitt að eltast við hana.

Ég held ég sé bara orðin frekar útbrunnin, eitthvað. Aldurinn er farinn að segja til sín, ég er farin að Þurfa sumarfrí. (Hingað til hafa þau eiginlega verið meira svona, tími til að gera eitthvað.) Við Rannsóknarskip höfum verið að spekúlera í helgarferð, fyrir bara okkur tvö, í júlí, kannski. Kannski til Stratford. Eða Ítalíu. Og í júní býst ég við að vera að ferðast og hanga um landið og miðin. Verð kannski á Egilsstöðum á meðan Árni er á skólanum.

Allavega ætla ég að hanga mikið, huxa lítið, skrifa svolítið, og dæsa.
Að því loknu verð ég kannski orðin eitthvað brattari.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Útbrunnin!!! strax?? humm hvað má ég þá seigja orðinn afi!!!!