20.5.07

Allt að koma

Ég er búin að vera nokkurn veginn vakandi í allan dag. Það hefur nú ekki gerst lengi. Enda eins gott, ég þarf að vinna á morgun, hvað sem tautar og raular.

Tölvumálin eru veikari en ég. Ég er með tvö tölvupóstföng. Annað vill ekki senda, ég fæ ekki póst í hitt. Svo var ég að strauja tölvuna mína. Núna kannast hún ekkert við þýðingaforritin. Ég er búin að vera að leita ráðlegginga hjá fallegu mönnunum á helpdeskinu í Indlandi, en það er snúið þegar annar tölvupósturinn manns vill ekki senda, hinn tekur ekki við og maður getur ekki verið vakandi. Úffff.

Næstu mál á dagskrá er að fara í háskólann, skrá mig í kúrsa og fá netfang, sem vonandi vill bæði senda og taka við, og kaupa mér alminilega tölvu. (Lesist: makka.) Held samt að ég athugi fyrst hvað tannlæknirinn sem ég þarf að fara til á morgun, af því að ég mélaði jaxl, hefur huxað sér að kosta. En mig langar samt alveg hrrroðalega í makka. Lítinn. Helst fyrir sumarfrí.

Engin ummæli: