15.5.07

Menntakerfið

gleypir og spýtir fjölskyldumeðlimum á víxl, þessa dagana. Ég var að fá bréf, er formlega að fara að setjast á skólabekk í haust. Rannsóknarskip er að fara að syngja á nemendatónleikum annað kvöld, vænanlega sínum síðustu í bili. Þar með er menntakerfið búið að sleppa af honum klónni... þangað til í haust þegar allar líkur eru á að hann fari að kenna einhversstaðar.

Tekið skal fram að tekjur heimilisins koma til með að aukast um helming þegar hann fer að kenna og ég fer á námslán. Þá vona ég að við getum hætt öllum aukaverkefnum... (þ.e.a.s., þeim sem flokkast undir "vinnu") og dinglað okkur á kvöldin. (Sem þýðir að hann getur farið í kór, ég get skrifað meira, og svo getum við leikið og leikstýrt í Hugleik eftir behag. Svo ekkert er meira svona, "ekkert".)

Núna erum við alveg ferlega þreytt eftir veturinn. Elsku Rannsóknarskipið mitt er með eitthvað eilífðarkvef sem mér finnst hann hafa haft stanslítið í vetur. Og ég er með ofþreytu í mörgum formum. Ég held við þurfum alvarlega að hugsa um að hægja á okkur, ef við eigum ekki að missa heilsurnar endanlega ofan í klofin á okkur.

Ég er búin að vera nokkurn veginn þunglyndislaus seinnipartinn í vetur. En það er nú ekki tekið út með sældinni. Áður gerði svarti hundurinn nú það að verkum að ég hvíldi mig stundum alveg út í hið óendanlega. Í vetur er ég hins vegar búin að vera fullkomlega bremsulaus. Og er að súpa seyðið af því.
Lífið er línudans.
(Og ég hrín á alla sem muna Embættismannahvörfin að fá ákveðið lag á heilann.)

Og svo fann ég lag, sem er í eðli sínu, að hluta, letilag.

4 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Vertu bara fegin að það er ekki velferðarkerfið í heilu lagi sem gleypir ykkur og spýtir á víxl. Það er vont.

Sigga Lára sagði...

Já, því skal ég trúa. Sérstakleg þar sem það er orðið minna til en Framsóknarflokkurinn...

GEN sagði...

Andsk! My grandfather went on Red... Þetta var illa gert.

Nafnlaus sagði...

Kvittun...