13.5.07

Merkilegri fréttir


En fréttir heimilisins eru þær að elsku litla Freigátan, sem mér finnst hafa fæðst í fyrradag, er komin inn á leikskóla. Hún komst inn á leikskólann Ægisborg og byrjar líklega þar í haust. Hann er reyndar alveg hinumegin í Vesturbænum svo við erum með hana á flutningslista ef eitthvað skyldi losna nær áður en hún byrjar. Við mátuðum annars leikvöllinn á Ægisborg í morgun, og hann er RISAstór, auk þess sem þessi leikskóli er með áherslu á tónlist og eitthvað. Þannig a' kannski móðurskipið láti sig nú bara hafa þessa ferð á morgnana og eftirmiðdaginn, allavega næsta vetur, svo rassinn á því stækki nú ekki allt of mikið á skólasetunni.

Freigátan er annars að stækka svo mikið og þroskast þessa dagana að það er alveg meiriháttar að fylgjast með því. (Ekki að allur hreyfiþroskinn sem fylgir sé svosem alltaf sérlega þægilegur.) Nýjasta æðið er að príla upp á hvað sem fyrir verður. Og hoppa. En hún talar ekkert ennþá. Hún hermir eftir málróm og atkvæðafjölda þess sem maður segir við hana, en ekki orðum. það finnst mér nú merkilegt. Eins og reyndar flest annað við þetta merkilegasta sköpunarverk mitt til þessa dags.

1 ummæli:

Þráinn sagði...

Hún verður komin með bílpróf áður en þú veist af:D