21.8.07

Eystrið

er alveg ynnndislegt. Í morgun var sól og blíða (eins og var ALLTAF þegar ég var lítil) og það munaði minnstu að ég færi að leita að kjörbílnum og spyrja eftir krökkunum í Rarikk. Í staðinn fórum við Freigáta í Kuffilagið og komumst að því að þar var ekkert til. Ávextir fáir og ljótir (svo ekki sé minnst á DÝRIR) kjöt og fiskvara ýmist djúpfryst eða unnin í einhvern naggaviðbjóð, nema hvorutveggja væri. Ég er farin að skilja hvers vegna mér sýnast Egilstæðingar fitna með hverju árinu. Sennilega er þetta ekki skynvilla, heldur hráefnisskortur. Ég sem var farin að impra við Rannsóknarskip á búferlaflutninga 2012 er farin að huxa minn gang. Veit ekki hvort ég treysti mér til að lifa án skinnlausra kjúklingabringa og grænmetispastas og horfa upp á fjölskylduna verða tonn af nagga- og pulsuáti. Þó svo að hér sé að sjálfsögðu alltaf besta veðrið. Kaupfélaxferðin var nú samt ekki algjört böst. Tók eina magnaða kjaftatörn þar og aðra á leiðinni heim, Freigátunni til takmarkaðs fagnaðar.

Freigátan fékk að gista inni hjá ömmu-Freigátu svo Móðurskipið fékk að sofa út, þangað til áðurnefnd Amma þurfti í vinnuna. Nú er hún komin í frí svo ekki er víst að ég sjái þær ömmgur mikið það sem eftir er vikunnar. Í þessum orðum skrifuðum eru þær í heimsókna hjá langömmunni.

Ég er aldeilis búin að spreða peningum í hinni fornu heimabyggð. Auk hinna yfirprísuðu ávaxta og plokkfisks í kuffilaginu verslaði ég gleraugu (í Birtubúð, off kors) og forláta feitan jakka í Centrum. (Þar sem aldrei slíku vant voru ekki einu sinni til föt í kuffilaginu). En í þessari flík get ég líklegast orðið bara nokkuð ólétt, sýnist mér.

Og það er orðið endanlega og opinberlega staðfest að Freigátan hefur aðlögun á leikskólanum næstkomandi mánudag. Hún myndi örugglega hlakka meira til en ég ef hún vissi eitthvað. Hún ellllskar rennibrautir.

Svaf út í morgun. Lagði mig í dag. Er syfjuð.
Held ég leggi mig bara aftur.

2 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Heilsaðu öllum heima...

Nafnlaus sagði...

Já austurlandið er yndislegt. Mig minnir líka að það hafi alltaf verið sól og blíða þegar ég var lítil! Verst að við fórum ekkert austur í yndislegheitin í sumar, snökt. Bestu kveðjur.