31.8.07

Neibb

Ekki komumst við á leikskólann í dag. Freigátan ennþá með nokkrar kommur og ég komin með kvefið hennar. Öll fjölskyldan hlakkar gífurlega til helgarfrísins sem hefst hjá Rannsóknarskipi eftir nokkra klukkutíma. Þá fær hann að vera hjá okkur og við að hafa hann. Í heila tvo daga. Gífurlega erfitt að eiga allt í einu svona vinnandi mann. Og ekki minna erfitt að vera svoleiðis, sýnist mér.

Leikritaráðgátunni lyktaði með því að eftir að öll póstforrit sem ég hef aðgang að voru búin að þverneita að senda skjal á forminu celtx, tóxt mér einhvern veginn að galdra það yfir á pdf og koma því í tölvuna sem talar sama tungumál og prentarinn. Leikritsskömmin, sem ég var búin að hafa heilmiklar áhyggjur af að væri of langt, reyndist vera heilar 29 blaðsíður. Vantar reynar enn alla tónlist, sem verður heilmikil, og sumir svigar gæti ég trúað að væru nokkuð lengi að leikast. Og svo skrifa ég þá væntanlega bara inn allt sem ég ákvað að sleppa.

Jæja. Stubbarnir.

Engin ummæli: