28.8.07

Sumarið

Gummi Erlingx gerði yfirlitsgrein um sumarið á sínu bloggi. Mér finnst það sniðugt og ætla að herma.
Í heildina séð var sumarið hjá mér afmenningarsumar.

- Byrjaði sumar á að hætta í stjórn Hugleix.
- Sá ekkert í leikhúsi í sumar. Ekki Dýrin í Hálsaskógi, ekki Leikfélagið Sýni, ekkert hjá Frú Normu. Og skammast mín ekki einu sinni.
- Lét menningarnótt algjörlega framhjá mér fara, sem og alla menningarviðburði sumarsins.
- Endaði sumarið á að hætta að vinna hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga.

Ómenningarlegra verður það varla.

Fékk reyndar viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Héraðsbúa fyrir "framúrskarandi störf að leiklistarmálum".
Getur maður þá ekki einmitt hætt?

Fór með fjölskylduna til Frakklands og gerðist lögbrjótur og svikari við ríkissjóð þegar ég gerði óheiðarlega tilraun til að smygla tölvu úr smiðju Appúl til landsins. Skammast mín heldur ekkert fyrir það. Lengur.
Var annars bara með sólarhringsógleði vegna óléttu og þunglyndi vegna Frakklands, í Frakklandi. Hitti samt fólk sem ég þekkti, og lofaði að halda sambandi við, og er ekki að standa við það mikið.
(Nema við konuna sem er að fara að eiga barn um svipað leyti og ég. Nema hún þarf að eiga það í Frakklandi. Þar má aðeins fæða börn í einni stellingu. Það stendur líklega í stjórnarskránni.)

Var eitthvað fyrir austan og norðan, samt alls ekki nóg.

Fór í tvö brúðkaup, sem er persónulegt met á einu sumri.

Stundaði uppeldi á tveimur börnum og hóf ræktun á einu enn.

Skrifaði leikrit, alveg undir það síðasta, sem er komið á alvarlegt deddlæn. Og það er einmitt ástæðan fyrir því að ég settist og samdi þessa vitagagnslausu færslu um sumarið. Líklega kemst ekki almennilegur skriður á leikritunarmálin fyrr en mig fer að vanta afsökun fyrir því að vera ekki að læra.

Jæja. Kannski gerist eitthvað í kvöld... Allavega ekkert í sjónvarpinu... En ég ætti nú kannski að hringja í mömmu...?

Engin ummæli: