5.2.08

Gestir og pestir

Allt í einu eru börnin orðin alveg gríðarlega mörg! Reyndar erum við með liðsauka þessa viku, Amma-Freigáta er í heimsókn og Hugga móða er líka dugleg að hjálpa til. En á venjulegum degi í náinni framtíð verða börnin komin í meirihluta á heimilinu. Og karlmennin líka. É'v'tekki hvar þetta endar eiginlega.

Annars eru líka hálfgerð skörð í uppalendahópnum. Rannsóknarskip var lasinn í dag, en er nú allur að skríða saman. Enda má eiginlega enginn fullorðinn verða veikur hér svona næstu... fimm árin, eða eitthvað. Nema auðvitað að liðsauki væri á svæðinu.

Dagurinn er annars búinn að vera ágætur. Hraðbátur sefur og sefur og ég þarf að vekja hann til að borða. Enn sem komið er vill hann reyndar helst sofa í föngum fólks. En þessa dagana eru margir boðnir og búnir. Sem þetta skrifast liggur hann til dæmis grjótsofandi á bringunni á mér.

Freigátan er ógurlega hrifin af nýja fjölskyldumeðlimnum og hló svakalega í morgun þegar hún sá hann vakandi í fyrsta skipti. En svo vill hún fá hann með að púsla og leira og það er ekki alveg áhugi fyrir því ennþá hjá litla sofandanum. Það getur valdið minniháttar pirringi.

Fólk er alltaf að segja mér að leggja mig. En ég er hreint ekki nógu dugleg við það. Það er víst alltaf eitthvað sem maður getur verið að gera. En litli ætlar að vera rólegur og sofa aftur vel í nótt svo ég fái nóg að hvíla mig þá. Annars er ég bara ferlega hress og ekkert mikið eins og ég hafi verið að eiga barn í fyrradag. En maður verður víst að passa að taka öllu með ró, svona allavega á meðan brjóstagjöf er að komast almennilega í gang og svona.

Og hríðakveðjur til Siggudísar sem ku eiga að þrusa af stað í fæðingu með öllum ráðum í síðasta lagi annað kvöld.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið er þetta fallegur piltur hjá ykkur, til hamingju enn og aftur Sigga mín! Gaman að sjá mynd af systkinunum og auðvitað þér, verð að taka undir með þeim sem hafa hrósað útliti þínu,- það sést ekki að þú hafir verið að framkvæma það stórafrek að fæða barn....
Hvað rólegheitin snertir þá hefur stráksi minn ekkert breyst með rólegheitin, hefur verið engilpollrólegur frá fyrsta degi og er enn kominn hátt á sextánda ár! Knús og kram til ykkar allra;-)