19.4.08

Helgarplön

Veðrið virðist hafa hlýtt mér. Allavega hefur hlýnað og stillst svo núna er svona... ekkert veður. Sem ég veit ekki hvort ég get eitthvað nýtt mér um helgina. Rannsóknarskip er með Freigátu og Smábát í Húsdýragarðinum, Hraðbáturinn er sofandi og ég á að vera að reyna að skrifa eitthvað. Seinnipartinn verður líklega eitthvað meira af því sama, þangað til ég tek við allri súpunni um sexleytið. Þá fær Rannsóknarskipið útivistarleyfi, hann fær að fara á árshátíð og rorrandi fyllerí. Og verður vel að því kominn. Árshátíðin er meiraðsegja haldin í nágrenninu þannig að hann getur alveg skriðið heim, ef hann verður nógu iðinn við kolann.

Á morgun er síðan planið að leyfa heimilisföðurnum að sofa vel og lengi og hvíla sig mikið allan daginn. Hugga móða ætlar að taka litlu frænku sína að sér seinnipartinn, annars sjáum við Smábáturinn bara um heimilið. Það verður nú spennandi.

En duglega fyrirvinnan hefur gott af því að fá að skvetta aðeins úr klaufunum. Enda eru þetta tóm fyrirfram mútur. Til þess að ég eigi inni fyrir ærlegu djammi einhvern tíma með haustinu. Svosem eins og að senda hann nú á Bandalaxskólann fjórða árið í röð. Þegar ég verð hætt að vera alltaf ýmist ólétt eða brjóstmjólkandi ætla ég að fá að fara OFFFFT.

Engin ummæli: