17.4.08

Hví í fokkinu

getur annars aldrei veðrið verið bara gott, hérna neðan á landinu?

Undanfarið hefur það litið ljómandi vel út. Svona út um gluggann. En léti maður blekkjast og ræki trýnið út? Mannskaðakuldi. Núna virðist komið vor. Allavega hitatölurnar eitthvað að mjakkast uppundir tuginn. Og í dag var svo mikið rok að ípotturinn fauk úr eyrunum og svuntan af vagninum uppí ungabarnið.

Mætti ég þá frekar biðja um reykvíska vorrigningu í stillu.

Erum annars búin að lengja Austurlandstímann. Ætlum að vera þar í alveg tvo mánuði í sumar.
Þar sem veðrið á sumrin er yfirleitt annað hvort VONT eða GOTT.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað er reykvísk vorrigning í stillu?
Blogger kveður það vera mtsty! Sem gæti auðvitað verið gælunafn á einhverri sem heitir Mist!

Kveðja, Ylfa