28.5.08

Mitt svokallaða líf

Í þáttunum um gelgjuna sem ég samsamaði mig svona fínt með í kringum 1994, tek ég í dag mest eftir mömmunni. En hún er hroðalega mikil passívaggressív tík og ég skil fullkomlega að pabbinn skuli halda framhjá henni seinna í seríunni. En hann er nú líka óttalegur bjáni. Og Jordan Catalano er svakalega krakkalegur. Og algjör Öjli, bæðevei. Mikið er maður nú miðaldra.

Í fréttum af heimilinu er það annars helst að afmæli Smábátsins var haldið hátíðlegt í dag í Keiluhöllinni að viðstöddu fjölmenni. Þá þarf ekki að standa í að finna tíma sem ekki finnst í það í haust. Á meðan fór ég með litlu krökkunum, Völu vinnkonu og pabbennar út á róló þar sem hamast var lengi og vel. Freigátan sofnaði um leið og hún lagði höfuðið á koddann.

Og Rannsóknarskip er búinn að skila einkunnum svo nú fer maður að sjá hann aftur. Og nú er bara að bresta á með vesturferð! Og áður en hún gerist kem ég til með að skila síðustu þýðingunni minni Í HEIMINUM! Og ég held ég geti bara alveg mælt með myndinni Tortured... svona fyrir utan ofbeldið í henni.

Engin ummæli: