9.7.08

Að vinna í júlí

Stöku sinnum dettur mér í hug að ætla að "redda" aðeins. Oftar en ekki fara reddingar fram með sendingu tölvupósts. En þessa dagana svarar enginn neinum tölvupósti frekar en hann sé ekki til. Og ég er löngu búin að gleyma öllum póstunum sem ég er búin að vera að senda frá mér. Allir eru í sumarfríi nema ég. Ekki er algjörlega ólíklegt að svör við þeim öllum komi á mínútunni þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi, þegar ég verð einmitt farin til útlanda og nenni örugglega ekki að gá í póstinn minn í viku.

Ekki nóg með það, bankakerfið virðist vera í fríi, eins og það leggur sig. Allavega kemur bara "1" á öryggislykilskvikindið og netbankinn segist vera með villu. Þetta er greinilega bara asnalegt. Maður ætti bara að vera úti að sleikja sólskinsleysið eða renna fyrir lax.

Réttupphend sem er líka í vinnunni!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hendi! því miður :(
kveðja
Hildur

Nafnlaus sagði...

Hend, en hugga mig við Egilssteðingu mína eftir rétta viku...

Elísabet Katrín sagði...

Hend, og þá frekar tvær en eina ;) mig dreymir dagdrauma um að fara í sumarfrí....

Nafnlaus sagði...

Hmmm, sumarfrí? Hvað er það? Ný uppfinning?
Vala

Ásta sagði...

Vinna sminna - er á fullu ad sleikja!

Nafnlaus sagði...

Ókei - en má ég samt rétta upp hönd? Ég get hins vegar sleikt sólina meðfram þannig að ég get ekki kvartað.

BerglindSteins