16.8.08

Köst

Gríðarlega miðar okkur nú. Heimilið er alveg að verða mannsæmandi. Og forstofan er full af fatapokum sem eiga að fara í hjálpræðisherinn. 

Og í dag var líka farið á höfundafund þar sem heimtur af efni fyrir afmælis einþáttungaprógramm Hugleix voru skoðaðar. Hraðbátur sótti þar sinn fyrsta höfundafund og hitti dreng sem var miklu minni en hann sjálfur hverrar móður ég gleymdi að inna eftir bloggi eða barnalandssíðu. 
Ha? Nína?

Hreint ljómandi gaman.

Síðan er húsbóndinn búinn að vera afskaplega upptekinn af íþróttum í imbanum, heima og heiman frá sér, og húsfrúin hálf á hvolfi inni í fataskápum, eins og vera ber.

Enn er þó ekki komin nógu mikil regla á huxanir mínar til þess að ég geti farið að athuga með að klára að vinna Glettinginn. En það fer að koma að því.

Enn bíðum við líka eftir að frétta hvenær Freigátan má byrja á leikskólanum. Og ólíklegt að Móðurskipið geri mikið í neinu meðan litla Gátan er með í öllum húsverkum. Svo tínist Smábátur í bæinn á morgun eða hinn, og þá er fullskipað í veturinn.

Engin ummæli: