26.9.08

Kvikmyndahátíð!

Í svona leiðindaveðri er best að lænöppa bara nokkrum snilldum og horfa á þær allar í röð. Það finnst Freigátunni allavega. Eldsnemma í morgun hófst kvikmyndahátíðin með sýningu myndarinnar "Hoowinked" sem Freigátan mun eflaust alltaf hald að sé hin eina og sanna Rauðhettusaga. Þá tók við myndin Courious George, með ljómandi skemmtilegri tónlist Jacks Johnson og textuð af Rannsóknarskipinu. Og nú er að hefjast sýning á Shrek hinum þriðja sem fengin var að láni í Hafnarfirðinum um daginn og er alveg að verða búið að spila í gegn.

Í framhaldinu þykir mér ekki ólíklegt að sýnt verði eitthvað af Múmínálfunum, jafnvel nokkrir þættir af Kalla á þakinu og svo jafnvel Barbapapa á frönsku. Annars lætur sýningarstjóri ekkert uppi um áform sín fyrir það sem eftir er dax, heldur heimtar bara það sem andinn blæs henni í brjóst, þegar hverri mynd lýkur.

Hraðbátur er farinn að fá sér lúr og Móðurskip heldur að hún sé jafnvel að fá einhverja flensu og er búin að vetrarstilla alla ofna í húsinu og fá sér allavega þrjá kaffibolla. Það nefnilega gengur ekki þar sem Rannsóknarskip og Smábátur ætla norður í land í dag. Við verðum því hér ein og hjálparvana fram á sunnudag.

Og í dag ætla ég að rannsaka hvernig er að mæta fullkomlega ólesinn í málstofutíma!

2 ummæli:

Sigurvin sagði...

Djöfuls dugnaður er þetta í kvikmyndaáhorfi. Eftir að ég er búinn með eina mynd get ég ekki meira og verð að fara að gera eitthvað.

Þetta hlýtur að vera áunnin geta, en ekki erfð :)

Sigga Lára sagði...

Reyndar ekki hægt að segja að menni sitji við... Þetta er bara á á meðan allir eru meira og minna að gera eitthvað annað. ;-)