6.10.08

Gullkorn

Rannsóknarskip: Ég skil ekki hvernig þeir nenna að tala við Guðna Ágústsson. (Þögn, þögn, þögn.) Hann talar svo hægt.

Ég dó úr hlátri.

Þennan skilja aðeins þeir sem hafa talað við Rannsóknarskip...

Vorum annars að borða kreppumat. Frá McDonalds. Og í pípunum er að leyfa Smábátnum að stunda eitthvað eitt fokdýrt áhugamál í vetur. Nú erum við algjörlega ofaná með okkar námslán og kennaralaun og ætlum að halda áfram að haga okkur eins og grilljónamæringar. Sparifé ku vera nokkuð seif, á svona "venjulegum" reikningum, og manni er nú frekar mikið sama hverjum mar borgar húsnæðislánin manns. Þeir bjartsýnustu tala meiraðsegja um vaxtalækkanir, svo, bara, jihú.

Annars átti Svavar Knútur komment daxins á Fésbókinni, held ég: 
"er ekki fullur af ótta og kvíða... Hættið þessari dramatík, þetta eru bara peningar." 
Eins og talað út frá mínu hjarta. Peningar smeningar.

Og mér finnst ponku gott að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að þjóðnýta fjármálakerfið og aftukalla einkavinavæðinguna. Verst að einkavinirnir eru farnir með alla peningana úr landi og sjást aldrei aftur. Bara verst að Framsóknarflokkurinn skuli ekki sitja í súpunni með honum.

4 ummæli:

Hugrún sagði...

Já Guðni Ágússon er algerlega ofnotuð fjölmiðlatuska dálítið í sama flokki og Illugi Gunnars, gaurar sem segja aldrei nei við viðtali. Því miður eru persónutöfrarnir hjá þessum mönnum í sama flokki og gengi krónunnar þessa dagana.
Annars er allt útlit fyrir að ég bjóði ykkur í kreppuhangiket á jóladag. Ekki beint fílíngur fyrir Kanarí á þessum síðustu og verstu.

Sigga Lára sagði...

Jeij! Sósunni á aðfangadaxkvöld reddað!

Elísabet Katrín sagði...

Svo geriru bara grín að bróir mínum og framsóknarflokknum í sömu færslunni!!!! Skamm skamm ;)

Sigga Lára sagði...

Já, þetta er náttúrulega einelti. ;-)