13.3.09

Neon – Hugleikur – Hugleikur

Ég er búin að huxa og vinna alveg gríðarlega undanfarið. 4 - 5 tíma æfingar í Hugleiknum öll kvöld, gríðarleg framþróun í mastersverkefninu (sem verður um Neon-klúbbinn) sem endaði í svakalega fínu spjalli sem ég átti við Snæbjörn Arngrímsson og Jón Karl Helgason í morgun hvar þeir sögðu mér fjarskalega margt sem ég get notað, og af því að ég hafði einhvern veginn svo lítinn tíma þá djöflaði ég líka saman einhverri hugmynd að útvarpsþætti og gekk svo langt að ég pittjsaði honum og held ég sé bara að fara að drífa í honum eftir páska.

Enda er ég svo eitthvað bensínlaus og með úrbræddan heila að ég gæti alveg farið að grenja. Myndi gefa ýmislegt fyrir að geta skriðið upp í sófa og horft á eitthvað gríðarlega heiladrepandi. Fallegt og jafnvel rómantískt. Má gjarnan vera eitthvað sem ég kann utanað.

En, nei. Upprunaslóðirnar eru víst í úrslitum í útsvari og ekki tjóar að sleppa að fylgjast með því. Svo er ætlunin að ferðast með yngri börnin einmitt austur á Hérað á morgun til 10 daga dvalar og ég er ekki einu sinni farin að hugsa fyrir því að pakka niður. Og er ekki að nenna því.

Úfffs.

2 ummæli:

Gummi Erlings sagði...

Helvítis Kópavogsplebbar. Já, helvítis Kópavogsplebbar. Ef eitthvert réttlæti ríkti á hinu nýja Íslandi væri það austfirskur sauðfjárbóndi en ekki kóvogskur lögfræðinemaplebbi sem færi með sigur af hólmi.

Sigga Lára sagði...

Vissulega. Þeir héngu þó alveg sæmilega í þeim. Og voru talsvert skemmtilegri