9.8.09

Lán eða ólán?

Svo við þurfum að taka himinhá lán til að eiga "sjóð" til að aðrar þjóðir haldi að óhætt sé að lána okkur enn meira, þrátt fyrir að við eigum ekki fyrir skuldunum sem við eigum nú þegar?

Þangað til hvað? Svín fljúga og allir í heiminum gleyma aftur að á Íslandi er peningum ævinlega haldið í sama fjölskyldu- og kunningjahópnum sem er með peningafíkn og klárar þá þessvegna alltaf um leið í vilteysu?

Er það ekki bjartsýni?

Væri ekki nær að reyna að sýna smá hyggindi frekar en að ætla að redda málunum með "klókindum" meiri lántökum og ævintýramennsku?

Éld við séum endanlega á leiðinni í skítinn með Alþjóðagjaldeyrissjóðsruglinu.

Engin ummæli: