9.11.09

Hver vill verann?

ATTAC-samtök voru stofnuð á Íslandi í gær. Vel þess virði að skoða fyrir þá sem hafa áhuga á að peningahaugarnir dreifist á fleiri hendur.

Zeitgeist-hreyfingin er síðan vettvangur fyrir þá sem vilja peningahaugana burt, svona yfirhöfuð, og byggja hagkerfin á þeim jarðargæðum sem við þurfum raunverulega á að halda.

Var aukinheldur á stórskemmtilegu Complete Vocal námskeiði um helgina, og kann nú að syngja algjörlega. Lenti svo á stórskemmtilegum fyrirlestri hjá Herbalife-gaur í gærkveldi.

Annars hef ég engan tíma til neins. Ligg yfir Weimar-lýðveldinu. Það var nú spennandi. Fyrst kom hroki og stríð, svo kom hrun, þá byltingartilraun sem listamenn og hugsjónamenn leiddu en skilaði ekki tilætluðum árangri.
Þá kom þjóðremban og svo, í fyllingu tímans, Hitler.
Þetta hljómar nú eitthvað kunnuglega.

Hver pant vera Hitler?

1 ummæli:

Unknown sagði...

Ég skal. Er með gífurlega fordóma gagnvart rauðhærðum, örvhentum þjóðverjum. Er það ekki nóg?
Vala