20.12.09

Að versla ekki við glæpamenn

Best að skrifa skýrslu um hvernig hefur gengið að versla ekki við neins konar glæpamenn fyrir jólin. Jólagjafir eru nánast allar komnar í hús og hjásneiðing hefur gengið vel.
Tveir pointerar: Á Suðurlandsbraut 8 er verslun sem heitir Extrakaup. Þetta er aðallega dót, en heilmargt af því mjög skemmtilegt og kostar lítið. Til dæmis ljómandi búð byrir jólasveina...
Svo er það jólabúð UNICEF á Laugavegi 42 uppá annarri hæð. Flottir hlutir og maður veit að ágóðann fær ekki einhver ríkur (eða hálfgjaldþrota glæpahundur) í vasann.

Jólamatarverslun verður síðan gerð í Krónunni og Nóatúni. Ekki að ég búist við að Kaupásmenn séu minni glæpamenn en Hagamenn, en einn er munurinn. Ég veit ekki hverjir þeir eru. Ég hef aldrei haft nokkurn einasta áhuga á því hvað Jóhannes í Bónus eða hans slekti gerir við sig, en einhvern veginn hefur öll þeirra tilvist troðið sér inn í vitneskjulíf sitt. Aðallega í formi þess sem þeir hafa veifað oflífinu og eyðslunni, í gegnum fjölmiðlana sína, framan í skítblankt smettið á mér í gegnum tíðina. Mér var svosem sama. Þangað til ég komst að því að þetta voru peningar minnar framtíðar, sem þeir voru að bruðla með.

Svo nú versla ég við Kaupás. Þangað til Högum hefur verið skipt upp í frumeindir sínar og eignarhaldi á ótrúlega marga. Þá verður Kaupás sveltur.
Verslanakeðjur eru handbendi Zatans.

Engin ummæli: