22.9.10

Rútína smútína

Þessir dagar virðast nú aldrei geta verið eins, leiðinlega tilbreytingalausir og allir í röð, eins og maður þyrfti. Í dag þurfa tveir að vera heim með horið sitt, og ég sjálf að leggjast í einhvern fjandann til viðbótar. Argansfjandi.

Á hinn bóginn var farið mjög grúndígt yfir leikritið (sem enn heitir ekki neitt) í gær með leikstjórum og kominn tími til að fara í lokayfirferð. Er að hugsa um að reyna það á meðan ormarnir horfa á „Up“ sem er þvílík uppáhaldsmynd þessa dagana að stundum er horft á hana þrisvar sama daginn. Jafnvel í röð!

Svo dagskipunin er: Reyna að gera leikritsnefnuna að einhverju, áður en hor leggst yfir fyrir alvöru. Það ku eiga að samlesa á laugardag og mánudagskvöld og hlutverkaskipa einhverntíma í næstu viku. Jæjajæja.

En ljóst er að doktorsritgerð lengist ekki á meðan. Bráðum þarf líklega að fara að leggjast í kvöld- og helgarvinnu. Sem ég ætlaði þó alllls ekki að gera...

Wellwell.

Svo fremi að maður taki sér pásu á aðfangadag...

Annars er bara helgin nýbúin. Og önnur yfirvofandi.
Miðvikudagar.

Já, svo eru Hálfvitar og co. líklegast bara á leiðinni austur. Sigla þaðan til Færeyja í kveld.
Issss.. Verður örugglega alveg ömurlega leiðinlegt hjá þeim.
Var það allavega síðast þegar ég fór með einhverju af þeim þangað!

(Síst.)

Engin ummæli: