11.10.10

Verkefnavika!

Þá er komið að vikunni sem engin kennsla er. Þá er önnin hálfnuð. Munar ekki miklu fyrir mig og ég er viss um að ég ruglast og mæti í þessa tvo tíma mína í vikunni. Þessa viku ætla ég að nota í að fabjúlera eitthvað um hvað ég myndi mögulega ætla aða segja á tveimur ráðstefnum á næsta ári. Samt í undir 200 orðum fyrir hvora. Ef ske kynni að framlag mitt yrði boðið velkomið á aðrahvora eður báðar þá er að finna fjármögnun í ferðir til Osaka í ágúst og London í september.
Gaman í kreppunni...

Svo er október. Fór út og hljóp mér til beinhimnubólgu á föstudaginn, hjólaði stóra hringinn í gær. Búin að sofa ógrynni. Samt síþreytt og sybbin. Lagast vonandi þegar nóvember kemur.

Svo mætti ég á leikritunarnámskeið hjá Þorvaldi Þorsteinssyni á laugardaginn. Hann skammaði mig fyrir útskýringar og hógværð. Daginn áður sat ég undir smá fyrirlestri frá mönnum sem vildu að ég hringdi í Borgarleikhúsið og færi að pitcha leikritinu sem er þar, almennilega.

Ég er meira að hugsa um að endurskrifa það og setja það svo í skúffuna. Hógværðin uppmáluð. Það er verið að setja upp leikrit eftir mig núna og það er bara nóg að gera í því og öðru og svona.
Ég veit alveg að það eru alveg peningar í því að stóru leikhúsin setji upp leikritin manns. En það er líka bara alveg tussumikil vinna. Hvað er leikstjórinn er kannski fáviti sem ekki er hægt að vinna með? Og leikurunum finnst þetta leikrit leiðinlegt og leika bara í því af því að þeir neyðast til þess? Ég hef aldrei sett upp leikrit með neinum nema fólki sem er með íðí af fúsum og frjálsum vilja. Ég er ekki alveg viss um að ég treysti þessu überboss/listrænn stjórnandi -> launaþrælarnir-sem-gera-eins-og-þeim-er-sagt formi í leikhúsi.

Fólk hefur tilhneigingu til að gera það sem það vill. Ég er ekki alveg viss um að ég hafi tilhneigingu til láta setja upp leikritin mín í báknleikhúsunum. Getur vel verið út af ranghugmyndum, fordómum og almennri fælni gottogvel...

*andvarp*

Best að skrifa Hafliða tölvupóst og tilkynna endurskrif.

Engin ummæli: