8.10.10

Föstudagur!

Og í dag ætla ég bara að vinna fram að hádegi. Fyrirlestur með einhverjum þrælmerkilegum gaur (sem ég man ekki hvað heitir í svipinn og nenni ekki að fletta upp) í Tjarnarbíó um hádegið. Fer með kúrsi sem ég er í, ekki síst til að sjá inn í Tjarnarbíó eftir allt uppáflikkelsið. Ferlega verður það nú kósí.

Annars veit ég ekki hvort einhver breikþrú gerast núna fyrir hádegið. Er eiginlega með allt á stoppi þangað til ég verð búin að hitta leiðbeinandann minn á þriðjudaginn. Þarf samt að halda áfram að lesa Postdramatic Theatre. Sem er reyndar aftur byrjað að hafa þau áhrif að það sem mig langar mest að fjalla um í ritgerðinni minni eru upplestur Rannsóknarskýrslunnar í Borgarleikhúsinu og framboð Besta flokksins. Sem leiklistar- ellegar performans-fyrirbæri. Það verður kannski bara hryggjarstykkið í dæminu?

Svo er ég að plana svakalegt útihlaup eftir fyrirlestur og kaffihúsakjaftæði með bekknum mínum. Ætla stóra hringinn hvað sem tautar og raular. Er orðinn hundleið á að vera svona úldin og með október og ætla að reyna að hlaupa hann úr mér.

Svo þyl ég eins og möntru: Ég ætla ekki að hafa skoðun á neinu í dag. Ommmmm.

2 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Góð plön! Ég ætla líka bara að vinna fram að hádegi í dag, svo ætla ég til Akureyrar með Rósu á strengjasveitamót. Og stefni á að hlaupa stóran hring um Akureyri (ef Rósa fæst til að vera ein á mótinu í smástund, það er dagskrá alveg frá 8 á morgnana til 10 á kvöldin).

Sigga Lára sagði...

Váts!
Vonandi gott hlaupaveður á Akureyri!