Ormsteiti í gangi!
Ég hef aldrei verið hér áður á þessum tíma, en þetta er algjör snilld. Alltaf eitthvað um að vera út um allan bæ. Ormsteiti er sumsé bæjar- og uppskeruhátíð héraðsbúa og stendur jafnan yfir í tíu daga í ágúst. Ég var t.d. á þriðjudagseftirmiðdag og kvöld að föndra hreindýr úr birki og risastórar mósaík myndir með helmingi bæjarbúa. Rakst á nokkra brottflutta og allt mögulegt. Lokahelgin er síðan um næstu helgi og þá er víst ýmisleg um að vera. Meira um það eftirá.
Svo er unnusti minn elskulegur á leiðinni austur, í þessum orðum töluðum, og hér ætla ég að hafa hann eins lengi og Toggi og Gunnar Björn leyfa.
Hér er sumsé allt í tómri hamingju, nema veðrið sem ákvað allt í einu að brjálast í roki og rigningu í dag eftir laaaaanga blíðu.
21.8.03
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli