25.8.03

Í fréttum er þetta helst.
Leikfélag Fljótsdalshéraðs ákvað á miklum átaka- og vangaveltufundi í gærkvöldi að þetta haustið verði ráðist í það stórvirki að setja upp Gaukshreiðrið. Hvernig við mönnum um 20 öflug karlhlutverk má Guðvita, ýmis plön eru í gangi, snúa þarf upp á slatta af handleggjum auk þess sem mér hefur verið uppálagt að skera á hjólbarða bifreiðar Halldórs og kyrrsetja hann á svæðinu. (Er ekki hvortsemer nóg af köllum í Leikfélagi Hafnarfjarðar?)
Leikstjóri verður Oddur Bjarni Þorkelsson og fyrsti samlestur verður á laugardag kl. 13.00 í Grunnskóla Egilsstaða. Næsta mál er síðan að finna/skrifa/æfa einhvern slatta af örleikritum með fullt af keeellingum í.
Að öðru leyti ekki margt í gangi hjá mér (enda er þetta nú slatti). Stefnt á Borgarfjörð í kvöld að hitta eitthvað af tengda-ættinni.
Kallinn minn fæ ég að hafa á svæðinu þangað til á morgun (og svo kemur í ljós hvernig ástandið á dekkjunum verður...) er annars búin að hrella hann helling með fjölskyldunni, ættinni og öllum bæjarbúum. Hann stóð sig náttúrulega eins og hetjan sem hann er.
Mikið stuð á safninu þessa dagana, allir í sumarfríi nema ég og minna en ekkert að gera.
Gæti jafnvel orðið friður til að skrifa einhver leikrit af viti og ritstýra eins og einum Glettingi í vinnutímanum.
Það er sumsé ýmislegt í athugun.

Engin ummæli: