Örleikrit
Fékk leyfi hjá Nick nokkrum Kaldunski til að þýða eftir hann snilldarleikþátt sem hann skrifaði á námskeiði meðmér í Bonn í fyrra. Honum finnst mikið kúl að láta þýða sig á íslensku, enda ekki hvaða Belgi sem er sem lendir í því. Þá er bara spurning hverogherogvillog... hvaða leikfélag vill taka barnið að sér? Ætla að hafa það tilbúið í næstu viku.
Er alveg bráðum að fara á fyrsta samlestur í Gaukshreiðrinu. Fór út á galeiðuna í gærkvöldi undir því yfirskyni að hitta vini mína en var náttúrulega aðallega að gá hvort ég gæti púllað eitthvað á samlestur. Er hrædd um að ég hafi ekki haft erindi sem erfiði. Vona bara að eitthvað týnist af mönnum á þennan lestur. Það þarf einn sem getur leikið ekki verr en Jack Nicholson, annan sem er stór indjáni og einhverja 19 karlkyns í viðbót... ókei, þeim sem þekkja til Leikfélags Fljótsdalshéraðs þykir þetta kannski óráðshjal.
Samt sem áður, það búa hérna 2000 manns. Þetta bara hlýtur að vera hægt.
30.8.03
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli