10.11.03

Hér er komin Þórunn Gréta. Já þeim fækkar óðfluga sem maður þarf að hitta í eigin persónu til að fá fréttir.

100 mann á sýningu á Gaukshreiðrinu í gær. Vað það mikil gleði, besta sýningin hingað til og svo skemmtilega vildi til að hún var einmitt tekin upp. Ég stend samt fast á bremsunni og neita að skipuleggja aukasýningar. Fólk gat bara drullast á þær fyrstu fjórar sem sýndar voru fyrir hálfum sal, og, eins og einn bjartsýnn sagði, ´"Fólk getur bara séð þetta í Þjóðleikhúsinu í vor...".

Í dag virðist ekki ætla að koma dagur. Snjórinn farinn, hitastigið heldur að það sé komið vor, en sólin er á öðru máli. Í dag virðist semsagt ekki ætla að verða nein dagsbirta. Það er frekar niðurdrepandi.

Eftir vinnu í dag ætla ég að fara og skrifa ritgerð. Og hananú! (Það hefur semsagt eitthvað lítið bólað á svoleiðis tilfæringum uppá síðkastið.) Þessi helbera leti gengur bara alls ekki og samviskan farin að naga ýmsa staði í sálinni.

Í nótt dreymdi mig höfundafund og Hugleikspartý. Er farinn að hlakka mikið til að hitta Hugleikinn minn aftur. En, það verður víst ekki fyrr en á næsta ári.

Engin ummæli: