28.11.03

Það er eins og mig minni að einhvern tíma í fyrndinni hafi ég haldið að það yrði minna að gera hjá mér eftir frumsýningu á Gaukshreiðrinu. Þegar það gekk ekki eftir þá fór ég að ímynda mér að það yrði minna að gera eftir lokasýningu. Það eru að verða 2 vikur síðan lokasýning var og það er ekki neitt minna að gera.

Ég skil ekki.
Núna ætlaði ég að vera löngu farin að geta hangið í bílskúrnum lon og don og klára ritgerðina mína í öllum frítímanum sem ég ætlaði að hafa, og svo ætlaði ég að hafa frið til að aðventast rækilega í desember. But, nooooo...

Á ennþá eftir að ljúga upp einhverjum myndtextum og efnisyfirliti í Gletting.
Opnun á einhverri undarlegri sýningu í Skaftfelli á Seyðisfirði á morgun (ég veit ekki mikið, nema að þar blandast saman myndlist og matargerð... bíts mí há) til að tala um í útvarpið, annað kvöld verður síðan lokahóf Gaukshreiðursins en þar verða sýndir Sambekkingarnir sem við fórum með á örleikritahátíðina. Svo var verið að biðja mig að skemmta efstu bekkjum grunnskólans á 1. des. og ég ætla að lesa fyrir þau hið snilldarlega verk "Ein lítil jólasaga" eftir Dr. Tótu. Getur verið að ég æfi mig á Gaukshreiðursfólki annað kvöld.

Helgin fer sem sagt meira og minna í einhverja vinnu og vitleysu. Mig sem langaði bara að vera heima og föndra aðventukransa og prjóna. Það verður víst ekki á allt kosið í þessu lífi, enda kannski sniðugt að hafa mikið að gera til að halda skammdegisfýlunni frá.

Er farin að hlakka mikið til að fá Svandísina mína heim um jólin, sem og náttúrulega alla aðra sem hafa huxað sér að jólast á svæðinu, hef bara ekki enn frétt almennilega hverjir aðrir ætla sér það. "Ó hvað ég hlakka..." (með sínu lagi)

Engin ummæli: